The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 10:51 Öll spjót hafa staðið á KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti