The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 10:51 Öll spjót hafa staðið á KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti