Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2021 16:47 Þúsundir skotveiðimanna eru nú að undirbúa sig undir að arka á fjöll 1. nóvember en þá hefst rjúpnaveiðitímabilið. Eða, hefst það? Nú eru blikur á lofti og skotveiðimenn óttast að á fimmtudaginn verði þeim kynnt veiðibann. Einn þeirra er Baldur Guðmundsson sem hér má sjá með bráð sína, hina eftirsóttu rjúpu. Ásgeir Jónsson Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir; varpstofninn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Sem er veruleg fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði er þá var 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Til stendur að veiðitímabilið hefjist 1. nóvember og þúsundir veiðimanna fyrir löngu farnir að undirbúa sig fyrir ferð á fjöll með sína haglabyssu og sumir hund. Þeir óttast nú að þetta verði slegið af en harða umræðu má finna um þetta á Facebook-vegg SKOTVÍSs. Þar sem settar eru fram þær kenningar að ráðherra vilji slá pólitískar keilur með banni. Búast við því að bann verði lagt við veiðum „Það er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem ég hef talað við í morgun séu ósáttir. Það er gildandi reglugerð til þriggja ára um tilhögun veiða á rjúpu; að veiða megi tiltekna daga í nóvember 2019, 2020 og 2021.. Það var reglugerð sem byggð var á vinnu allra þeirra sem að þessu koma; stofnana, ráðuneytis og SKOTVÍS. Þetta átti að skapa fyrirsjáanleika og nokkra sátt. Nú er búið að boða til fundar á elleftu stundu og það getur ekki boðað gott,“ segir Baldur Guðmundsson veiðimaður í samtali við Vísi. Hann segir að það sæki nú að sér sá illi grunur að til standi til að banna veiðimönnum að ganga til rjúpna þetta árið, þrátt fyrir að gögn sýni að veiðar hafi takmörkuð áhrif á afkomu rjúpunnar. „Það á að rjúfa sáttina. Rjúpnastofninn sveiflast frá lágmarki að hámarki á um það bil 8 ára fresti og hefur gert öldum saman. Við höfum áður farið á límingunum þegar við mælum lágmörk en alltaf tekur rjúpan við sér og fjölgar sér. Allar rannsóknir benda til þess að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Sér fyrir sér ali-fugl í jólamatinn Baldur segir að veiðimenn hafi samviskusamlega lagt Náttúrufræðistofnun Íslands til gögn og fjármagn til rannsókna á rjúpunni, nú í mörg ár – með því að skila veiðitölum og greiða fyrir veiðikort. „Við höfum farið að tilmælum um hófsemi í veiðum og tekið sölubanni opnum örmum. Nú virðist eiga að nota þetta gegn okkur. Veiðimenn eru vægast sagt gramir vegna þessa. Við vonum auðvitað það besta og að þessi fundur á fimmtudag leiði til einhvers góðs. En sporin hræða. Það er fyrst og fremst ömurleg stjórnsýsla að hræra í þessu fyrirkomulagi vikuna áður en veiðar eiga að hefjast. Menn eru búnir að bóka gistingu og jafnvel kaupa veiðileyfi um allt land. Ætli það verði ekki einhver verksmiðjualinn ali-fugl á boðstólnum á aðfangadag þetta árið.“ Rjúpa Stjórnsýsla Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir; varpstofninn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Sem er veruleg fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði er þá var 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Til stendur að veiðitímabilið hefjist 1. nóvember og þúsundir veiðimanna fyrir löngu farnir að undirbúa sig fyrir ferð á fjöll með sína haglabyssu og sumir hund. Þeir óttast nú að þetta verði slegið af en harða umræðu má finna um þetta á Facebook-vegg SKOTVÍSs. Þar sem settar eru fram þær kenningar að ráðherra vilji slá pólitískar keilur með banni. Búast við því að bann verði lagt við veiðum „Það er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem ég hef talað við í morgun séu ósáttir. Það er gildandi reglugerð til þriggja ára um tilhögun veiða á rjúpu; að veiða megi tiltekna daga í nóvember 2019, 2020 og 2021.. Það var reglugerð sem byggð var á vinnu allra þeirra sem að þessu koma; stofnana, ráðuneytis og SKOTVÍS. Þetta átti að skapa fyrirsjáanleika og nokkra sátt. Nú er búið að boða til fundar á elleftu stundu og það getur ekki boðað gott,“ segir Baldur Guðmundsson veiðimaður í samtali við Vísi. Hann segir að það sæki nú að sér sá illi grunur að til standi til að banna veiðimönnum að ganga til rjúpna þetta árið, þrátt fyrir að gögn sýni að veiðar hafi takmörkuð áhrif á afkomu rjúpunnar. „Það á að rjúfa sáttina. Rjúpnastofninn sveiflast frá lágmarki að hámarki á um það bil 8 ára fresti og hefur gert öldum saman. Við höfum áður farið á límingunum þegar við mælum lágmörk en alltaf tekur rjúpan við sér og fjölgar sér. Allar rannsóknir benda til þess að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Sér fyrir sér ali-fugl í jólamatinn Baldur segir að veiðimenn hafi samviskusamlega lagt Náttúrufræðistofnun Íslands til gögn og fjármagn til rannsókna á rjúpunni, nú í mörg ár – með því að skila veiðitölum og greiða fyrir veiðikort. „Við höfum farið að tilmælum um hófsemi í veiðum og tekið sölubanni opnum örmum. Nú virðist eiga að nota þetta gegn okkur. Veiðimenn eru vægast sagt gramir vegna þessa. Við vonum auðvitað það besta og að þessi fundur á fimmtudag leiði til einhvers góðs. En sporin hræða. Það er fyrst og fremst ömurleg stjórnsýsla að hræra í þessu fyrirkomulagi vikuna áður en veiðar eiga að hefjast. Menn eru búnir að bóka gistingu og jafnvel kaupa veiðileyfi um allt land. Ætli það verði ekki einhver verksmiðjualinn ali-fugl á boðstólnum á aðfangadag þetta árið.“
Rjúpa Stjórnsýsla Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira