Segir jarðakaup Bretans ofbjóða öllum og vera ömurlega þróun Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2021 15:42 Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Einar Árnason „Þetta er farið að ofbjóða öllum,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um jarðakaup breska auðjöfursins Jims Ratcliffes í sveitinni, og segir Hafralónsá nánast í gíslingu vegna tilrauna hans til að ná meirihluta í veiðifélaginu. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsa Gunnarsstaðabræðurnir Jóhannes og Steingrímur, fráfarandi forseti Alþingis, áhyggjum af byggðinni eftir jarðakaup Bretans. Bræðurnir á Gunnarsstöðum, Steingrímur og Jóhannes, í viðtali í þættinum Um land allt.Einar Árnason „Flestar jarðirnar hafa einhverjar hlunnindatekjur árlega af því að þær eiga land að laxveiðiám. Það hefur munað miklu í afkomu margra bænda hérna. Og svo lengi sem þessar tekjur haldast innan byggðarlagsins þá eru þær ákveðin kjölfesta og svona trygging fyrir búsetunni,“ segir Steingrímur. Frá Hafralónsá í Þistilfirði.Einar Árnason „Auðvitað eru þeir komnir í ákveðna girðingu hvað jarðakaupin varðar eftir frumvarp sem var samþykkt á Alþingi í vor, eða breytingu á jarðalögum sem Katrín kom nú fram, sko. Þá er ástandið miklu betra hvað það varðar. Þeir geta ekki keypt alveg endalaust. Hann er kominn langt, langt fram yfir þau mörk sem þessi lög segja til um,“ segir Jóhannes. „Það er auðvitað ákveðin ógn,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Svalbarðshrepps og bóndi í Holti. Þau Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir eru bændur í Holti í Þistilfirði. Sigurður er oddviti Svalbarðshrepps.Einar Árnason „Við sjáum það núna að það er hækkandi hlutfall þessara veiðitekna að renna annað. Hingað til hafa þær að mestu leyti runnið til uppbyggingar samfélagsins hérna og sveitanna. Þannig að auðvitað er þetta ógn. En maður verður auðvitað að horfa á þetta sem einhverskonar tækifæri. Við getum ekki barist gegn því sem við ráðum ekki við,“ segir oddvitinn. „Fyrir framtíðina er þetta bara ömurleg þróun, segi ég,“ segir Jóhannes. Meira um jarðkaupin má sjá í þessum kafla úr þættinum: Um land allt Landbúnaður Lax Jarðakaup útlendinga Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. 22. september 2021 13:39 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsa Gunnarsstaðabræðurnir Jóhannes og Steingrímur, fráfarandi forseti Alþingis, áhyggjum af byggðinni eftir jarðakaup Bretans. Bræðurnir á Gunnarsstöðum, Steingrímur og Jóhannes, í viðtali í þættinum Um land allt.Einar Árnason „Flestar jarðirnar hafa einhverjar hlunnindatekjur árlega af því að þær eiga land að laxveiðiám. Það hefur munað miklu í afkomu margra bænda hérna. Og svo lengi sem þessar tekjur haldast innan byggðarlagsins þá eru þær ákveðin kjölfesta og svona trygging fyrir búsetunni,“ segir Steingrímur. Frá Hafralónsá í Þistilfirði.Einar Árnason „Auðvitað eru þeir komnir í ákveðna girðingu hvað jarðakaupin varðar eftir frumvarp sem var samþykkt á Alþingi í vor, eða breytingu á jarðalögum sem Katrín kom nú fram, sko. Þá er ástandið miklu betra hvað það varðar. Þeir geta ekki keypt alveg endalaust. Hann er kominn langt, langt fram yfir þau mörk sem þessi lög segja til um,“ segir Jóhannes. „Það er auðvitað ákveðin ógn,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Svalbarðshrepps og bóndi í Holti. Þau Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir eru bændur í Holti í Þistilfirði. Sigurður er oddviti Svalbarðshrepps.Einar Árnason „Við sjáum það núna að það er hækkandi hlutfall þessara veiðitekna að renna annað. Hingað til hafa þær að mestu leyti runnið til uppbyggingar samfélagsins hérna og sveitanna. Þannig að auðvitað er þetta ógn. En maður verður auðvitað að horfa á þetta sem einhverskonar tækifæri. Við getum ekki barist gegn því sem við ráðum ekki við,“ segir oddvitinn. „Fyrir framtíðina er þetta bara ömurleg þróun, segi ég,“ segir Jóhannes. Meira um jarðkaupin má sjá í þessum kafla úr þættinum:
Um land allt Landbúnaður Lax Jarðakaup útlendinga Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. 22. september 2021 13:39 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. 22. september 2021 13:39
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35
Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56
Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00