Smith er næstsigursælasti stjóri í sögu skoska stórveldisins Rangers en hann stýrði því í tvígang, fyrst á árunum 1991-1998 og svo aftur 2007-2011. Alls vann Rangers 21 titil undir hans stjórn en aðeins Bill Struth hefur gert betur hjá félaginu.
Walter Smith
— Rangers Football Club (@RangersFC) October 26, 2021
1948-2021 pic.twitter.com/4nMGEaarBF
Smith féll frá á sama ári og Rangers unnu skoska meistaratitilinn í fyrsta sinn frá því að hann lét af störfum árið 2011.
Smith stýrði einnig Everton í fjögur ár og skoska landsliðinu á árunum 2004-2007.
We are deeply saddened to learn of the passing of the former Scotland national coach, and one of the most successful managers in Scottish football history, Walter Smith.
— Scottish FA (@ScottishFA) October 26, 2021
The thoughts of everyone at the Scottish FA are with his friends and family at this time. pic.twitter.com/CP2TzXLm51
Sem leikmaður lék Smith yfir 200 leiki fyrir Dunee United en þar hóf hann einmitt þjálfaraferil sinn aðeins 29 ára gamall, eftir að hafa þurft að hætta vegna meiðsla. Hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson sem stýrði Skotum HM 1986 og varð svo aðstoðarmaður Graeme Souness hjá Rangers áður en hann tók sjálfur við stjórninni hjá félaginu árið 1991.
„Smith lætur eftir sig eiginkonu, börn og barnabörn sem við hugsum öll til og biðjum fyrir á þessum erfiðu tímum,“ sagði Douglas Park, stjórnarformaður Rangers.