Sport

Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu
Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL

Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. 

Það var mikil spenna fyrir leik eins og alltaf þegar að þessi tvö stórlið í handboltanum mætast. Magdeburg taplaust eftir sjö umferðir sem og Kiel sem hafði reyndar gert tvö jafntefli.

Það var Kiel sem byrjaði leikinn betur og komst í 4-1 og síðan í 7-4. Þá tóku leikmenn Magdeburg við sér og jöfnuðu leikinn í 8-8 og komust svo yfir, 8-10. Staðan í hálfleik var svo 15-16 og ljóst að síðari hálfleikurinn yrði afar spennandi.

Þær grunsemdir reyndust algerlega á rökum reystar og leikurinn var í járnum allan tíma, alveg þar til á lokakaflanum að Magdeburg seig framúr og sigraði að lokum með tveimur mörkum, 27-29. Frábær sigur hjá Magdeburg sem er á toppnum með átta sigra í átta leikjum en Kiel  er í þriðja sæti deildarinnar. Markahæstur hjá Magdeburg var Ómar Ingi Magnússon með sex mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö. Markahæstur hjá Kiel var Niclas Ekberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×