„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 11:50 Drífa Snædal er gagnrýnin á söluna. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“ Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39