Þorsteinn eftir stórsigurinn á Tékklandi: „Við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2021 21:54 Þorsteinn á hliðarlínunni í blíðskaparveðrinu á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Úrslitin eru náttúrulega eitthvað sem maður hefði alltaf óskað sér. Þetta var hörkuleikur, ef ég segi sanngjarnt frá var þetta kannski ekki 4-0 leikur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir stórsigur Íslands á Tékklandi. „Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
„Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10