„Ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2021 20:00 Kristján Ingi Mikaelsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Stöð 2 Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði sögulegu hámarki í vikunni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs telur öruggt að virðið haldi áfram að hækka á næstu árum en fólk verði að fara varlega, ætli það sér að fjárfesta. „Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján. Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
„Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján.
Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19
Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42