Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 16:26 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með FH. vísir/bára Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. Þetta segir Eggert í yfirlýsingu sem Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, sendir til fjölmiðla fyrir hans hönd. Stundin greindi frá því í dag að kæra hafi verið lögð fram á hendur leikmanninum og landsliðsfyrirliðanum Aron Einari Gunnarssyni í tengslum við málið. Aron Einar hefur sömuleiðis lýst sig saklausan af ásökununum. Kona hefur sakað þá báða um að hafa brotið á sér eftir umræddan landsleik en Eggert Gunnþór hafði ekki áður verið nafngreindur opinberlega í fjölmiðlum. Hyggst óska eftir skýrslutöku Í yfirlýsingu sinni segir Eggert það vera mikið áfall að vera ásakaður um ofbeldisbrot vegna atviks sem „var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“ Hann segist hafa óskað eftir því þann 1. október að vera boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu til að skýra málið frá sinni hlið. „Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um,“ segir Eggert Gunnþór. Aron þvertekur fyrir að hafa beitt ofbeldi Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði fordæmdi þá ákvörðun í lok september að hann yrði ekki í leikmannahópi liðsins fyrir komandi landsleiki. Kom fram í yfirlýsingu að hann teldi að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi.“ Þó þvertók hann fyrir að beitt ofbeldi. Þá sagðist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta tiltekna kvöld. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í september að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, sagði þá að sambandið hafi heyrt af málinu þegar frásögnin komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það hafi þá verið sett í ferli innan KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, greindi frá því í samtali við RÚV þann 30. ágúst að KSÍ væri með tilkynningu um hópnauðgun til meðferðar. Klara sagðist hafa heyrt um hópnauðgunina í sumar. Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsing Eggerts Gunnþórs Jónssonar í heild sinni: Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem tveir landsliðsmenn hafa verið bornir þungum sökum. Ég er annar umræddra landsliðsmanna. Það er hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum. Ég hef reynt að skýla mér og fjölskyldu minni fyrir kastljósi fjölmiðla þar sem ég hafði fram að birtingu fréttar Stundarinnar í dag ekki verið nafngreindur. Föstudaginn 1. október síðastliðinn hafði ég hinsvegar þegar óskað eftir því að vera boðaður í skýrslutöku til að skýra frá minni hlið. Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um. Ég vona að málið komist í réttan farveg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum ásökunum. Eggert Gunnþór Jónsson. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi FH Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Lögregla sögð hafa tekið mál Arons Einars aftur til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. 30. september 2021 22:08 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Þetta segir Eggert í yfirlýsingu sem Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, sendir til fjölmiðla fyrir hans hönd. Stundin greindi frá því í dag að kæra hafi verið lögð fram á hendur leikmanninum og landsliðsfyrirliðanum Aron Einari Gunnarssyni í tengslum við málið. Aron Einar hefur sömuleiðis lýst sig saklausan af ásökununum. Kona hefur sakað þá báða um að hafa brotið á sér eftir umræddan landsleik en Eggert Gunnþór hafði ekki áður verið nafngreindur opinberlega í fjölmiðlum. Hyggst óska eftir skýrslutöku Í yfirlýsingu sinni segir Eggert það vera mikið áfall að vera ásakaður um ofbeldisbrot vegna atviks sem „var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“ Hann segist hafa óskað eftir því þann 1. október að vera boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu til að skýra málið frá sinni hlið. „Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um,“ segir Eggert Gunnþór. Aron þvertekur fyrir að hafa beitt ofbeldi Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði fordæmdi þá ákvörðun í lok september að hann yrði ekki í leikmannahópi liðsins fyrir komandi landsleiki. Kom fram í yfirlýsingu að hann teldi að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi.“ Þó þvertók hann fyrir að beitt ofbeldi. Þá sagðist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta tiltekna kvöld. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í september að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, sagði þá að sambandið hafi heyrt af málinu þegar frásögnin komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það hafi þá verið sett í ferli innan KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, greindi frá því í samtali við RÚV þann 30. ágúst að KSÍ væri með tilkynningu um hópnauðgun til meðferðar. Klara sagðist hafa heyrt um hópnauðgunina í sumar. Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirlýsing Eggerts Gunnþórs Jónssonar í heild sinni: Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem tveir landsliðsmenn hafa verið bornir þungum sökum. Ég er annar umræddra landsliðsmanna. Það er hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum. Ég hef reynt að skýla mér og fjölskyldu minni fyrir kastljósi fjölmiðla þar sem ég hafði fram að birtingu fréttar Stundarinnar í dag ekki verið nafngreindur. Föstudaginn 1. október síðastliðinn hafði ég hinsvegar þegar óskað eftir því að vera boðaður í skýrslutöku til að skýra frá minni hlið. Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um. Ég vona að málið komist í réttan farveg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum ásökunum. Eggert Gunnþór Jónsson.
Yfirlýsing Eggerts Gunnþórs Jónssonar í heild sinni: Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem tveir landsliðsmenn hafa verið bornir þungum sökum. Ég er annar umræddra landsliðsmanna. Það er hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum. Ég hef reynt að skýla mér og fjölskyldu minni fyrir kastljósi fjölmiðla þar sem ég hafði fram að birtingu fréttar Stundarinnar í dag ekki verið nafngreindur. Föstudaginn 1. október síðastliðinn hafði ég hinsvegar þegar óskað eftir því að vera boðaður í skýrslutöku til að skýra frá minni hlið. Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um. Ég vona að málið komist í réttan farveg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum ásökunum. Eggert Gunnþór Jónsson.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi FH Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Lögregla sögð hafa tekið mál Arons Einars aftur til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. 30. september 2021 22:08 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08
Lögregla sögð hafa tekið mál Arons Einars aftur til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. 30. september 2021 22:08
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti