„Vorum ellefu leikmenn sem unnum eins saman sem lið en þeir ellefu leikmenn sem unnu eins og einstaklingar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2021 10:00 Leikmenn Bodø/Glimt fagna einu sex marka sinna gegn Roma. Alfons Sampsted er þriðji frá hægri á myndinni. getty/Fabio Rossi Alfons Sampsted segir að leikmenn Bodø/Glimt, hafi haft trú á sigri gegn Roma í Sambandsdeild Evrópu í fyrradag. En ekki að þeir myndu vinna 6-1. „Við höfðum trú á sigri en 6-1 er ekki eitthvað sem maður bjóst við fyrirfram,“ sagði Alfons í samtali við Vísi í gær. Þetta er stærsta tap sem lið undir stjórn José Mourinho hefur mátt þola. Alfons var á sínum stað í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodø/Glimt og lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Erik Botheim. Hann segir að leikáætlun Bodø/Glimt hafi verið skýr og norsku meistararnir hafi vitað hvar þeir gætu sótt á Rómverja. „Við vissum að þeir væru svolítið latir í fyrstu pressunni og ef við næðum að spila hana burt væru miklir möguleikar. Svo vorum við ellefu leikmenn sem unnum eins saman sem lið en þeir voru ellefu leikmenn sem unnu eins og einstaklingar. Á endanum var munurinn á liðunum ótrúlega mikill,“ sagði Alfons. José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, tefldi ekki fram sínu sterkasta liði í fyrradag en setti svo stjörnurnar inn á. Í hálfleik komu Bryan Cristante, Henrikh Mkhitaryan og Eldor Shomurodov inn á og eftir klukkutíma þeir Tammy Abraham og Lorenzo Pellegrini. Það breytti samt engu. Bodø/Glimt var 2-1 yfir í hálfleik og bætti svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik. „Við vorum komnir í gírinn og með sjálfstraust. Við fylgdum áætluninni áfram og börðum aðeins á þeim. Mér leið eins og við hefðum náð mjög fínum takti í okkar leik í gær,“ sagði Alfons. Erfitt að bera saman við AC Milan Bodø/Glimt spilaði við annað ítalskt stórlið, AC Milan, í forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra. Þá var aðeins einn leikur og fór hann fram á San Siro í Mílanó. Milan vann 3-2 sigur í hörkuleik. Alfons segir erfitt að bera þessa tvo leiki, gegn Milan og svo Roma, saman. „Við spiluðum bara við Milan á útivelli en Roma á heimavelli. Hvort munurinn liggi í leikmönnunum eða aðstæðunum veit ég ekki. Við spilum á gervigrasi og það var mjög kalt og mikill vindur. Við erum vanari því og þekkjum það betur. Svo var þetta langt ferðalag fyrir þá,“ sagði Alfons. „Við stjórnuðum leiknum mun betur en gegn Milan þótt við höfum átt mjög góða kafla gegn þeim.“ Alfons í baráttu við Franck Kessie í leik AC Milan og Bodø/Glimt í fyrra.EPA/MATTEO BAZZI Bodø/Glimt er á toppi C-riðils Sambandsdeildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. Sigurvegarar riðlanna átta fara í sextán liða úrslit á meðan liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil. „Að sjálfsögðu stefnum við á að fara upp úr riðlinum. Við erum á því að við séum nógu góðir til þess. Við höfum núna keppt einu sinni við öll liðin og ef við erum á okkar degi getum við unnið þau öll. Það þýðir ekkert annað en að taka næstu þrjá leiki af sama krafti,“ sagði Alfons. Rosalega gott veganesti Bodø/Glimt og Roma mætast aftur á Ólympíuleikvanginum í Róm fimmtudaginn 4. nóvember. „Leikurinn í gær er rosalega gott veganesti inn í þann leik. Við höfum sannað fyrir sjálfum okkur að við mætum með kassann úti og fullt sjálfstraust getum við gefið hverjum sem er leik,“ sagði Alfons. Bodø/Glimt varð norskur meistari með miklum yfirburðum á síðasta tímabili og er með þriggja stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar þegar átta umferðum er ólokið. Bodø/Glimt missti alla framlínuna sína fyrir tímabilið, þá Jens Petter Hauge, Philip Zinckernagel og Kasper Juncker, en það hefur ekki komið að sök. „Það tók tíma finna okkar leik en við náðum því rétt fyrir tímabilið og byrjuðum það mjög vel. Svo misstum við tvo lykilmenn í meiðsli og þá gáfum við eftir, margir leikir og menn þreyttir. En síðustu tvo til þrjá mánuði höfum við fundið fínan takt og erum orðnir mjög heilsteyptir,“ sagði Alfons. Örugglega það besta sem gat komið fyrir mig Hann gekk í raðir Bodø/Glimt frá Norrköping í Svíþjóð í fyrra og kann afar vel við sig í Norður-Noregi. Alfons í leik gegn Val í sumar.vísir/bára „Þetta var frábært skref og örugglega það besta sem gat komið fyrir mig. Ég var búinn að æfa mikið hjá Norrköping og spila marga leiki í neðri deildum,“ sagði Alfons. „Ég vissi alltaf hvað byggi í mér en vantaði að komast á svið þar sem ég fengi nokkra leiki í röð og sýna mig og sanna. Ég fékk traustið til þess hérna og það var mjög góð ákvörðun að koma hingað.“ Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
„Við höfðum trú á sigri en 6-1 er ekki eitthvað sem maður bjóst við fyrirfram,“ sagði Alfons í samtali við Vísi í gær. Þetta er stærsta tap sem lið undir stjórn José Mourinho hefur mátt þola. Alfons var á sínum stað í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodø/Glimt og lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Erik Botheim. Hann segir að leikáætlun Bodø/Glimt hafi verið skýr og norsku meistararnir hafi vitað hvar þeir gætu sótt á Rómverja. „Við vissum að þeir væru svolítið latir í fyrstu pressunni og ef við næðum að spila hana burt væru miklir möguleikar. Svo vorum við ellefu leikmenn sem unnum eins saman sem lið en þeir voru ellefu leikmenn sem unnu eins og einstaklingar. Á endanum var munurinn á liðunum ótrúlega mikill,“ sagði Alfons. José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, tefldi ekki fram sínu sterkasta liði í fyrradag en setti svo stjörnurnar inn á. Í hálfleik komu Bryan Cristante, Henrikh Mkhitaryan og Eldor Shomurodov inn á og eftir klukkutíma þeir Tammy Abraham og Lorenzo Pellegrini. Það breytti samt engu. Bodø/Glimt var 2-1 yfir í hálfleik og bætti svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik. „Við vorum komnir í gírinn og með sjálfstraust. Við fylgdum áætluninni áfram og börðum aðeins á þeim. Mér leið eins og við hefðum náð mjög fínum takti í okkar leik í gær,“ sagði Alfons. Erfitt að bera saman við AC Milan Bodø/Glimt spilaði við annað ítalskt stórlið, AC Milan, í forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra. Þá var aðeins einn leikur og fór hann fram á San Siro í Mílanó. Milan vann 3-2 sigur í hörkuleik. Alfons segir erfitt að bera þessa tvo leiki, gegn Milan og svo Roma, saman. „Við spiluðum bara við Milan á útivelli en Roma á heimavelli. Hvort munurinn liggi í leikmönnunum eða aðstæðunum veit ég ekki. Við spilum á gervigrasi og það var mjög kalt og mikill vindur. Við erum vanari því og þekkjum það betur. Svo var þetta langt ferðalag fyrir þá,“ sagði Alfons. „Við stjórnuðum leiknum mun betur en gegn Milan þótt við höfum átt mjög góða kafla gegn þeim.“ Alfons í baráttu við Franck Kessie í leik AC Milan og Bodø/Glimt í fyrra.EPA/MATTEO BAZZI Bodø/Glimt er á toppi C-riðils Sambandsdeildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. Sigurvegarar riðlanna átta fara í sextán liða úrslit á meðan liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil. „Að sjálfsögðu stefnum við á að fara upp úr riðlinum. Við erum á því að við séum nógu góðir til þess. Við höfum núna keppt einu sinni við öll liðin og ef við erum á okkar degi getum við unnið þau öll. Það þýðir ekkert annað en að taka næstu þrjá leiki af sama krafti,“ sagði Alfons. Rosalega gott veganesti Bodø/Glimt og Roma mætast aftur á Ólympíuleikvanginum í Róm fimmtudaginn 4. nóvember. „Leikurinn í gær er rosalega gott veganesti inn í þann leik. Við höfum sannað fyrir sjálfum okkur að við mætum með kassann úti og fullt sjálfstraust getum við gefið hverjum sem er leik,“ sagði Alfons. Bodø/Glimt varð norskur meistari með miklum yfirburðum á síðasta tímabili og er með þriggja stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar þegar átta umferðum er ólokið. Bodø/Glimt missti alla framlínuna sína fyrir tímabilið, þá Jens Petter Hauge, Philip Zinckernagel og Kasper Juncker, en það hefur ekki komið að sök. „Það tók tíma finna okkar leik en við náðum því rétt fyrir tímabilið og byrjuðum það mjög vel. Svo misstum við tvo lykilmenn í meiðsli og þá gáfum við eftir, margir leikir og menn þreyttir. En síðustu tvo til þrjá mánuði höfum við fundið fínan takt og erum orðnir mjög heilsteyptir,“ sagði Alfons. Örugglega það besta sem gat komið fyrir mig Hann gekk í raðir Bodø/Glimt frá Norrköping í Svíþjóð í fyrra og kann afar vel við sig í Norður-Noregi. Alfons í leik gegn Val í sumar.vísir/bára „Þetta var frábært skref og örugglega það besta sem gat komið fyrir mig. Ég var búinn að æfa mikið hjá Norrköping og spila marga leiki í neðri deildum,“ sagði Alfons. „Ég vissi alltaf hvað byggi í mér en vantaði að komast á svið þar sem ég fengi nokkra leiki í röð og sýna mig og sanna. Ég fékk traustið til þess hérna og það var mjög góð ákvörðun að koma hingað.“
Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira