Skotið á Mourinho á forsíðu VG: „Hinir sérstöku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 15:00 Hinir sérstöku í gær voru leikmenn Bodø/Glimt. getty/Fabio Rossi Stórsigur Bodø/Glimt á Roma í Sambandsdeild Evrópu vakti verðskuldaða athygli og rataði meðal annars á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang. Þar var skotið smekklega á José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma. Bodø/Glimt vann 6-1 sigur á Roma á heimavelli sínum, Aspmyra, í Norður-Noregi í gær. Norsku meistararnir voru 2-1 yfir í hálfleik og bættu svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik þrátt fyrir að Mourinho hafi sett margar af sínum stærstu stjörnum inn á. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodø/Glimt og lagði þriðja mark liðsins upp fyrir Erik Botheim. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp þrjú. Mourinho hefur lengi verið kallaður „The Special One“, eða hinn sérstaki. Hinir sérstöku í gær voru hins vegar leikmenn Bodø/Glimt. Á forsíðu VG var stór mynd af leikmönnum Bodø/Glimt að fagna fyrir framan káta stuðningsmenn sína undir yfirskriftinni „The Special Ones“, eða hinir sérstöku. After @Glimt beat Mourinho s Roma 6-1 last night Norwegian paper #vg has this cover pic.twitter.com/jxi4qwCAkU— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) October 22, 2021 Bodø/Glimt er á toppi C-riðils Sambandsdeildarinnar með sjö stig, einu stigi á undan Roma. Zorya Luhansk er með þrjú stig og CSKA Sofia eitt. Seinni leikur Bodø/Glimt og Roma fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm fimmtudaginn 4. nóvember. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Bodø/Glimt vann 6-1 sigur á Roma á heimavelli sínum, Aspmyra, í Norður-Noregi í gær. Norsku meistararnir voru 2-1 yfir í hálfleik og bættu svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik þrátt fyrir að Mourinho hafi sett margar af sínum stærstu stjörnum inn á. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodø/Glimt og lagði þriðja mark liðsins upp fyrir Erik Botheim. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp þrjú. Mourinho hefur lengi verið kallaður „The Special One“, eða hinn sérstaki. Hinir sérstöku í gær voru hins vegar leikmenn Bodø/Glimt. Á forsíðu VG var stór mynd af leikmönnum Bodø/Glimt að fagna fyrir framan káta stuðningsmenn sína undir yfirskriftinni „The Special Ones“, eða hinir sérstöku. After @Glimt beat Mourinho s Roma 6-1 last night Norwegian paper #vg has this cover pic.twitter.com/jxi4qwCAkU— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) October 22, 2021 Bodø/Glimt er á toppi C-riðils Sambandsdeildarinnar með sjö stig, einu stigi á undan Roma. Zorya Luhansk er með þrjú stig og CSKA Sofia eitt. Seinni leikur Bodø/Glimt og Roma fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm fimmtudaginn 4. nóvember.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira