Stærsta tap Mourinho á ferlinum á köldu kvöldi í Noregi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2021 07:00 Síðan José Mourinho hóf þjálfaraferil sinn hefur hann aldrei tapað með meiri mun en í gær. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images José Mourinho, knattpyrnustjóri Roma, mátti þola sitt stærsta tap á ferlinum er liðið heimsótti Alfons Sampsted og félaga í Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu í gær. Alfons lagði upp þriðja mark heimaliðsins, en lokatölur urðu 6-1. Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira