„Setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. október 2021 22:30 Mynd/Skjáskot Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að búast megi við jöfnum og hörðum leik þegar Ísland tekur á móti Tékkum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2023 á morgun. „Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
„Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira