Vinnustöðum í Rússlandi verði lokað í viku vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 23:05 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að loka öllum vinnustöðum landsins fyrstu vikuna í nóvember til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu. Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50
Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04