Vilja að Bolsonaro verði ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 23:24 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Brasilískir öldungadeildarþingmenn segja að ákæra ætti Jair Bolsonaro, forseta landsins, vegna fjölda dauðsfalla sökum Covid-19. Meðal annars ætti að ákæra hann fyrir morð fyrir að ákvarðanir sem leiddu til aukinnar útbreiðslu Covid í Brasilíu. Ein alvarlegasta ásökunin gegn Bolsonaro snýr að því að hann hafi vísvitandi dregið lappirnar í því að kaupa bóluefni og vegna þessa hafi þúsundir dáið. Hann hafi fyrst fengið tækifæri til að kaupa bóluefni í júlí 2020 en hafi ekki gert það fyrr en í janúar. Meira en 600 þúsund manns eru látnir í Brasilíu vegna Covid-19, svo vitað sé. Í bráðabirgðaskýrslu öldungadeildarinnar, sem fjölmiðlar ytra hafa birt, segir að forsetinn beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í ríkisstjórn hans. Í frétt Guardian segir að skýrslan gæti komið niður á Bolsonaro en um hálft ár er í næstu þingkosningar í Brasilíu. Þá hafa bandamenn hans og embættismenn verið dregnir af þingmönnum fyrir myndavélar á nefndarfundum og mikil reiði sé í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur af heilbrigðissérfræðingum fyrir að vera mótfallinn sóttvarnaraðgerðum og neita að bera grímu, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur þar að auki hvatt fólk til að notast við lyf eins og malaríulyfið hydroxychloroquine, sem ekki hefur verið sannað að virki gegn Covid. Öldungadeildin hefur ekki samþykkt skýrsluna og henni gæti verið breytt. Bolsonaro sjálfur sagði í dag að hann liti á rannsókn þingsins sem brandara og hefði engar áhyggjur af henni. Forsetinn þarf í raun ekki að hafa áhyggjur því líkur á því að hann verði færður fyrir dómara eru litlar sem engar. Sérstaklega á meðan hann situr í embætti. Jafnvel þó þingið samþykkti að ákæra hann væri lokaákvörðunin í höndum ríkissaksóknara Brasilíu, sem er skipaður af Bolsonaro. Forsetakosningar verða haldnar á næsta ári og enn sem komið er sýna kannanir að Bolsonaro bíður erfið barátta. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans er vitað til þess að minnst 603.855 manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu. Það er næst hæsta talan í heiminum en í Bandaríkjunum hafa 727.907 dáið. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ein alvarlegasta ásökunin gegn Bolsonaro snýr að því að hann hafi vísvitandi dregið lappirnar í því að kaupa bóluefni og vegna þessa hafi þúsundir dáið. Hann hafi fyrst fengið tækifæri til að kaupa bóluefni í júlí 2020 en hafi ekki gert það fyrr en í janúar. Meira en 600 þúsund manns eru látnir í Brasilíu vegna Covid-19, svo vitað sé. Í bráðabirgðaskýrslu öldungadeildarinnar, sem fjölmiðlar ytra hafa birt, segir að forsetinn beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í ríkisstjórn hans. Í frétt Guardian segir að skýrslan gæti komið niður á Bolsonaro en um hálft ár er í næstu þingkosningar í Brasilíu. Þá hafa bandamenn hans og embættismenn verið dregnir af þingmönnum fyrir myndavélar á nefndarfundum og mikil reiði sé í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur af heilbrigðissérfræðingum fyrir að vera mótfallinn sóttvarnaraðgerðum og neita að bera grímu, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur þar að auki hvatt fólk til að notast við lyf eins og malaríulyfið hydroxychloroquine, sem ekki hefur verið sannað að virki gegn Covid. Öldungadeildin hefur ekki samþykkt skýrsluna og henni gæti verið breytt. Bolsonaro sjálfur sagði í dag að hann liti á rannsókn þingsins sem brandara og hefði engar áhyggjur af henni. Forsetinn þarf í raun ekki að hafa áhyggjur því líkur á því að hann verði færður fyrir dómara eru litlar sem engar. Sérstaklega á meðan hann situr í embætti. Jafnvel þó þingið samþykkti að ákæra hann væri lokaákvörðunin í höndum ríkissaksóknara Brasilíu, sem er skipaður af Bolsonaro. Forsetakosningar verða haldnar á næsta ári og enn sem komið er sýna kannanir að Bolsonaro bíður erfið barátta. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans er vitað til þess að minnst 603.855 manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu. Það er næst hæsta talan í heiminum en í Bandaríkjunum hafa 727.907 dáið.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30
Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38
Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49
Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08