Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir á ferðinni í landsleiknum gegn Hollandi í september. Hún hefur einnig leikið í treyju Rosengård og Bayern í ár og átt afar góðu gengi að fagna. vísir/hulda margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00