Ingi Þór, sem er aðeins 17 ára, lék átta leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði tvö mörk. Hann lék fimm deildarleiki í fyrra.
Ingi er bróðir landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar sem er að láni hjá Venezia í vetur frá rússneska félaginu CSKA Moskvu.
Ingi Þór Sigurðsson til æfinga hjá Venezia FC
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) October 18, 2021
Ingi Þór Sigurðsson (17 ára) er farinn til æfinga hjá Venezia FC en bróðir
hans Arnór Sigurðsson leikur með félaginu. Ingi Þór er einn af
efnilegri leikmönnum félagsins, hann tók þátt í 8 leikjum í deildinni og gerði
2 mörk. I pic.twitter.com/0KOXoJKPiW
Auk Arnórs er Bjarki Steinn Bjarkason leikmaður aðalliðs félagsins, sem leikur í efstu deild, en Óttar Magnús Karlsson var lánaður frá Venezia til C-deildarliðs Siena út þessa leiktíð.
Á þessu ári hafa þrír ungir Íslendingar farið til Venezia til að spila þar með U19-liði félagsins. Jakob Franz Pálsson kom frá Þór í febrúar, fyrst að láni en var svo keyptur í sumar. Hilmir Rafn Mikaelsson var fenginn frá Fjölni í sumar og Kristófer Jónsson, fyrrverandi leikmaður Hauka, að láni frá Val fram á næsta sumar.