Rory McIlroy með PGA-titil númer tuttugu: Þetta var risastórt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 07:30 Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í Las Vegas með góðri spilamennsku um helgina. AP/David Becker Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy reif sig upp eftir vonbrigði Ryderbikarsins á dögunum með því að vinna CJ Cup mótið í Las Vegas um helgina. Þetta var tuttugasti mótið sem McIlroy vinnur á ferlinum á PGA-mótaröðinni. Hann vann Wells Fargo mótið í maí en síðan hefur þetta verið frekar mikið basl. Norður-Írinn tapaði meðal annars öllum þremur viðureignum sínum í Ryderbikarnum þar sem Evrópuliðið steinlá. Ror-ing 20 @McIlroyRory captures his 20th career win at THE CJ CUP @ SUMMIT. pic.twitter.com/u4gFUErmuc— PGA TOUR (@PGATOUR) October 17, 2021 McIlroy lék hringina fjóra á 25 höggum undir pari og endaði einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Collin Morikawa. McIlroy var níu höggum á eftir efsta manni þegar mótið var hálfnað og tveimur höggum á eftir Rickie Fowler þegar lokadagurinn hófst. McIlroy lék lokahringinn á sex höggum undir pari eða sex höggum betur en Fowler. A reminder to all that being ourselves is enough. Congrats on number 20, @McIlroyRory pic.twitter.com/dbmDhkoued— Kira K. Dixon (@KiraDixon) October 18, 2021 „Þetta var risastórt, virkilega,“ sagði Rory McIlroy við Golf Channel eftir mótið þegar hann var spurður hvort slök frammistaða hans í Ryderbikarnum hafi kveikt þörfina að vinna aftur. „Ég var búinn að hugsa mikið síðustu vikur. Þetta er það sem ég þarf að gera. Ég þarf að spila golf, einfalda hlutina og vera bara ég sjálfur,“ sagði McIlroy. „Ég var að reyna að verða einhver annar síðustu mánuði til að verða betri en áttaði mig síðan á því að það er nóg að vera ég sjálfur því þá get ég gert hluti eins og þessa,“ sagði McIlroy. A dominant performance in Las Vegas.@McIlroyRory played the par 5s in 15-under par.That matches his best par-5 performance in an event on TOUR. pic.twitter.com/PPEVoXsbuS— PGA TOUR (@PGATOUR) October 18, 2021 Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta var tuttugasti mótið sem McIlroy vinnur á ferlinum á PGA-mótaröðinni. Hann vann Wells Fargo mótið í maí en síðan hefur þetta verið frekar mikið basl. Norður-Írinn tapaði meðal annars öllum þremur viðureignum sínum í Ryderbikarnum þar sem Evrópuliðið steinlá. Ror-ing 20 @McIlroyRory captures his 20th career win at THE CJ CUP @ SUMMIT. pic.twitter.com/u4gFUErmuc— PGA TOUR (@PGATOUR) October 17, 2021 McIlroy lék hringina fjóra á 25 höggum undir pari og endaði einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Collin Morikawa. McIlroy var níu höggum á eftir efsta manni þegar mótið var hálfnað og tveimur höggum á eftir Rickie Fowler þegar lokadagurinn hófst. McIlroy lék lokahringinn á sex höggum undir pari eða sex höggum betur en Fowler. A reminder to all that being ourselves is enough. Congrats on number 20, @McIlroyRory pic.twitter.com/dbmDhkoued— Kira K. Dixon (@KiraDixon) October 18, 2021 „Þetta var risastórt, virkilega,“ sagði Rory McIlroy við Golf Channel eftir mótið þegar hann var spurður hvort slök frammistaða hans í Ryderbikarnum hafi kveikt þörfina að vinna aftur. „Ég var búinn að hugsa mikið síðustu vikur. Þetta er það sem ég þarf að gera. Ég þarf að spila golf, einfalda hlutina og vera bara ég sjálfur,“ sagði McIlroy. „Ég var að reyna að verða einhver annar síðustu mánuði til að verða betri en áttaði mig síðan á því að það er nóg að vera ég sjálfur því þá get ég gert hluti eins og þessa,“ sagði McIlroy. A dominant performance in Las Vegas.@McIlroyRory played the par 5s in 15-under par.That matches his best par-5 performance in an event on TOUR. pic.twitter.com/PPEVoXsbuS— PGA TOUR (@PGATOUR) October 18, 2021
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira