Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. október 2021 19:01 Páll Einarsson er jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. vísir/sigurjón Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. „Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum." Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Sjá meira
„Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Sjá meira