Í tilkynningu frá félaginu segir að nýrrar stjórnar bíði fjölmörg verkefni, meðal annars að koma að undirbúningi rafrænna þinglýsinga í fasteignaviðskiptum, vinna að auknu öryggi neytenda í fasteignaviðskiptum, vinna að stofnun úrskurðanefndar Félags fasteignasala og Neytendasamtakanna sem neytendur geta leitað til, samstarf við stjórnvöld og opinberar stofnanir um brýn mál er tengjast fasteignamarkaðinum, halda úti sí og endurmenntun fyrir félagsmenn, auk fjölmargs annars.
Stjórn Félags fasteignasala á starfsárinu 2021-22 er þannig skipuð:
- Hannes Steindórsson, formaður
- Aron Freyr Eiríksson, meðstjórnandi
- Kristín Sigurey Sigurðardóttir, meðstjórnandi
- Monika Hjálmtýsdóttir, meðstjórnandi
- Ólafur Már Ólafsson, meðstjórnandi
- Snorri Sigurðsson, varamaður
- Sólveig Regína Biard, varamaður
Á skrifstofu FF starfa Grétar Jónasson lögmaður og fasteignasali sem er framkvæmdastjóri FF og Lilja Guðmundsdóttir bókari og ritari.