Tárvotar, tólf ára stelpur fengu að hitta liðsfélaga Berglindar eftir metleikinn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 08:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur í Hammarby eiga sér marga stuðningsmenn en þrjár af þeim dyggustu táruðust af gleði þegar þær fengu að hitta leikmenn eftir leik í gær. Skjáskot Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka Hammarby í metleiknum gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Alls voru 18.537 áhorfendur á leiknum en þrjár tólf ára stelpur úr stuðningsmannahópi Hammarby skáru sig úr. Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad. Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51
Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01