Leiðtogar ítalsks öfgaflokks handteknir á Covid-mótmælum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 16:03 Þúsundir mótmæltu græna passanum í Róm í gær. Getty/Antonio Masiello Tólf voru handteknir af ítölsku lögreglunni, þar á meðal leiðtogar hægri öfgaflokksins Forza Nuova, eftir að til átaka kom á mótmælum í Róm vegna hins svokallað græna Covid-passa. Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira