Glódís Perla Viggósdóttir hóf leik í hjarta varnarinnar hjá Bayern þegar liðið fékk Hoffenheim í heimsókn í kvöld.
Bæði lið voru taplaus í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni þegar kom að leiknum í kvöld en Bayern vann nokkuð öruggan 3-1 sigur og trónir því á toppi deildarinnar.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er einnig á mála hjá Bayern en hún sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld.