Frá þessu segir á vef Fréttablaðsins.
Elín hefur starfað í fjölmiðlum, við fréttir og dagskrárgerð, með hléum frá árinu 1984, meðal annars sem fréttastjóri hjá Stöð 2 og Bylgjunni sem og hjá fréttastofu Sjónvarpsins.
Hún hefur einnig skrifað bækur og sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013 til 2016, en undanfarin fjögur ár hefur hún unnið við framleiðslu sjónvarpsefnis hjá Sagafilm.