Undarleg hefð Andy Murray kom honum næstum því í mikil vandræði hjá konunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 09:30 Andy Murray sýndi hringinn og skóna á Instagram síðu sinni. Instagram/@andymurray Tenniskappinn Andy Murray er búinn að fá aftur skóna sína sem hafði verið stolið frá honum í gær. Það voru þó ekki skórnir sem voru aðalmálið heldur hvað hékk í reimunum á þeim. Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni. Tennis Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira
Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni.
Tennis Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira