Margir hinna látnu voru konur og börn að sögn Reuters fréttastofunnar.
Skjálftinn var grunnur, á um níu kílómetra dýpi, en slíkir skjálftar valda oft meira tjóni en þeir sem eiga upptök sín dýpra í iðrum jarðar.
Mikið er um kolanámur á svæðinu og vitað er um að minnsta kosti eina slíka sem féll saman og þar sem námamenn lokuðust inni. Unnið er að björgunaraðgerðum á svæðinu.
Skjálftar eru algengir í Pakistan og árið 2005 létust um 80 þúsund manns í landinu í ógnarstórum skjálfta sem mældist 7,6 stig.