36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 21:40 Séð yfir Borgarfjarðarbrú. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fá tólf milljóna króna styrk vegna tilraunaverkefnis sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt sér ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu. Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. Fram kemur í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hafi staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrkina. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, en fyrr nefnd sjö verkefni taka til áranna 2021 og 2022. Alls bárust umsóknir vegna níu verkefna og óskir um tæpar 77 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður þeirra verkefna nam samtals um 150 milljónum. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut verkefnið „Borgarfjörður – samþætt leiðakerfi“ Þar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær 12 milljónir króna sem deilast á tvö ár til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu Önnur verkefni sem hlutu styrk eru: Snæfellsnes – samræmt leiðakerfi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að vinna úr tillögum um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi eftir fýsileikakönnun sem gerð var árið 2020. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Öryrkjabandalag Íslands hlýtur styrk til að framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hlýtur styrk til að vinna að frekari greiningu á hindrunum og umhverfi í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi. Þarfagreining hefur þegar verið gerð ásamt því að ræða við hagaðila. Nú er stefnt að því að vinna frekari greiningu ásamt því leita hagkvæmari lausna og fyrirmyndir sóttar til annarra landa. Styrkurinn nemur 3 milljónum króna. Loftbrúin – hvernig reynist hún? Austurbrú ses. hlýtur styrk til að gera viðhorfskönnun meðal notenda Loftbrúar, sem hófst fyrir ári síðan, og að meta notagildi og hlutverk hennar út frá henni. Styrkurinn nemur 7 milljónum króna. Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hlýtur styrk til að þróa nýtt leiðakerfi almenningssamgangna, sem tók gildi 1. sept. sl. Verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni en markmiðið er að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkurinn nemur 8 milljónum króna. Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Langanesbyggð hlýtur styrk til að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkurinn nemur 1,2 milljónum króna. Samgöngur Strætó Fjarðabyggð Langanesbyggð Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hafi staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrkina. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, en fyrr nefnd sjö verkefni taka til áranna 2021 og 2022. Alls bárust umsóknir vegna níu verkefna og óskir um tæpar 77 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður þeirra verkefna nam samtals um 150 milljónum. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut verkefnið „Borgarfjörður – samþætt leiðakerfi“ Þar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær 12 milljónir króna sem deilast á tvö ár til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu Önnur verkefni sem hlutu styrk eru: Snæfellsnes – samræmt leiðakerfi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að vinna úr tillögum um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi eftir fýsileikakönnun sem gerð var árið 2020. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Öryrkjabandalag Íslands hlýtur styrk til að framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hlýtur styrk til að vinna að frekari greiningu á hindrunum og umhverfi í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi. Þarfagreining hefur þegar verið gerð ásamt því að ræða við hagaðila. Nú er stefnt að því að vinna frekari greiningu ásamt því leita hagkvæmari lausna og fyrirmyndir sóttar til annarra landa. Styrkurinn nemur 3 milljónum króna. Loftbrúin – hvernig reynist hún? Austurbrú ses. hlýtur styrk til að gera viðhorfskönnun meðal notenda Loftbrúar, sem hófst fyrir ári síðan, og að meta notagildi og hlutverk hennar út frá henni. Styrkurinn nemur 7 milljónum króna. Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hlýtur styrk til að þróa nýtt leiðakerfi almenningssamgangna, sem tók gildi 1. sept. sl. Verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni en markmiðið er að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkurinn nemur 8 milljónum króna. Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Langanesbyggð hlýtur styrk til að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkurinn nemur 1,2 milljónum króna.
Samgöngur Strætó Fjarðabyggð Langanesbyggð Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira