Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:20 Stjórnarflokkarnir þrír hafa þrjátíu og sjö manna þingmeirihluta á bakvið sig. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leggja línurnar fyrir næstu fjögur ár í viðræðum sínum í Ráðherrabústaðnum. En þau eru einnig að takast á við ágreiningsefni sem ekki tókst að leysa úr á síðasta kjörtímabili. Nægir þar að nefna hálendisþjóðgarð, rammaáætlun og vinidmyllugarð. Svo þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í lagi að stjórrnarmyndun taki einhvern tíma. Hugsanleg stjórn munu njóta góðs af því síðar ef vandað sé til verka á þessum stigum. Þá verði undirbúningskjörbréfanefnd vonandi búin að ljúka að við að taka á kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en þing taki til starfa. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leysa úr ágreiningsmálum sem ekki tókst að leysa úr milli þeirra á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé augljóst að það verður að vera þannig. Þetta er óheppilegt mál og truflar okkur í kjölfar kosninga,“ segir Bjarni. Það sé hins vegar rétt að gefa nefndinni tíma og frið til að klára sína vinnu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir fyrrverandi ríkisstjón starfa áfram enda fengið til þess umboð í kosningunum. Gott væri ef undirbúningskjörbréfanefndin hefði lokið sínum störfum þegar þing komi saman. Katrín Jakobsdóttir minnir á að stjórn flokkanna þriggja hafi fengið mikinn stuðning í kosningunum og starfi áfram. Það sé eðlilegt að flokkarnir taki sér tíma til að móta nýjan stjórnarsáttmála.Vísir/Vilhelm „Ég sé að þau ætla sér að minnsta kosti tvær vikur í það verkefni og hugsanlega lengri tíma. Það liggur líka alveg fyrir að við þurfum tíma til að ljúka okkar vinnu þannig að ég er ekki að reikna með að það dragi til neinna tíðinda hjá okkur á næstu dögum,“ segir Katrín. Nú séu þau aðallega að ræða ríkisfjármálin. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur undir þetta. Þau séu aðallega að ræða málefni næsta kjörtímabils. „Kannski líka að reyna að höggva á þau ágreiningsmál sem hafa verið óleyst á síðast liðnum fjórum árum.“ Eru þau erfið? „Já, já annars værum við örugglega löngu búin að leysa þau á síðustu fjórum árum. Þannig að þetta er áskorun,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni segir stöðu tekjustofna og gjaldahliðar ríkisfjármála fyrir næsta ár nokkurn veginn liggja fyrir. Góðu fréttirnar séu að von sé á góðri loðnuvertíð og hagvexti á næsta ári. Ríkisstjórn geti haft áhrif á hvoru tveggja en þó ekkert dramatískt með stuttri atrennu. „Það eru áskoranir í þessu samtali sem við þurfum að ræða. Það er það sem ég á við þegar ég segi að það sé betra að gefa sér tíma núna heldur en að lenda í vandræðum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna reyna að leggja línurnar fyrir næstu fjögur ár í viðræðum sínum í Ráðherrabústaðnum. En þau eru einnig að takast á við ágreiningsefni sem ekki tókst að leysa úr á síðasta kjörtímabili. Nægir þar að nefna hálendisþjóðgarð, rammaáætlun og vinidmyllugarð. Svo þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í lagi að stjórrnarmyndun taki einhvern tíma. Hugsanleg stjórn munu njóta góðs af því síðar ef vandað sé til verka á þessum stigum. Þá verði undirbúningskjörbréfanefnd vonandi búin að ljúka að við að taka á kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en þing taki til starfa. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leysa úr ágreiningsmálum sem ekki tókst að leysa úr milli þeirra á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé augljóst að það verður að vera þannig. Þetta er óheppilegt mál og truflar okkur í kjölfar kosninga,“ segir Bjarni. Það sé hins vegar rétt að gefa nefndinni tíma og frið til að klára sína vinnu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir fyrrverandi ríkisstjón starfa áfram enda fengið til þess umboð í kosningunum. Gott væri ef undirbúningskjörbréfanefndin hefði lokið sínum störfum þegar þing komi saman. Katrín Jakobsdóttir minnir á að stjórn flokkanna þriggja hafi fengið mikinn stuðning í kosningunum og starfi áfram. Það sé eðlilegt að flokkarnir taki sér tíma til að móta nýjan stjórnarsáttmála.Vísir/Vilhelm „Ég sé að þau ætla sér að minnsta kosti tvær vikur í það verkefni og hugsanlega lengri tíma. Það liggur líka alveg fyrir að við þurfum tíma til að ljúka okkar vinnu þannig að ég er ekki að reikna með að það dragi til neinna tíðinda hjá okkur á næstu dögum,“ segir Katrín. Nú séu þau aðallega að ræða ríkisfjármálin. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur undir þetta. Þau séu aðallega að ræða málefni næsta kjörtímabils. „Kannski líka að reyna að höggva á þau ágreiningsmál sem hafa verið óleyst á síðast liðnum fjórum árum.“ Eru þau erfið? „Já, já annars værum við örugglega löngu búin að leysa þau á síðustu fjórum árum. Þannig að þetta er áskorun,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni segir stöðu tekjustofna og gjaldahliðar ríkisfjármála fyrir næsta ár nokkurn veginn liggja fyrir. Góðu fréttirnar séu að von sé á góðri loðnuvertíð og hagvexti á næsta ári. Ríkisstjórn geti haft áhrif á hvoru tveggja en þó ekkert dramatískt með stuttri atrennu. „Það eru áskoranir í þessu samtali sem við þurfum að ræða. Það er það sem ég á við þegar ég segi að það sé betra að gefa sér tíma núna heldur en að lenda í vandræðum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36