Sjöunda hvert barn í heiminum með greinda geðröskun Heimsljós 5. október 2021 10:33 UNICEF Á hverju ári taka um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er eitt af hverjum sjö börnum og ungmennum á aldrinum 10 til 19 ára í heiminum er með greinda geðröskun. Þar kemur fram að á hverju ári taki um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf. Áhrif COVID-19 hafi gert slæmt ástand verra og ætla megi að neikvæð áhrif heimsfaraldursins á geðheilsu og líðan barna og ungmenna gætu varað í mörg ár. UNICEF segir í frétt að á sama tíma sé verulegt ósamræmi á milli þarfa barna og ungmenna og þess fjármagns sem varið er í geðheilbrigðismál á heimsvísu. „Að meðaltali er einungis 2,1% af útgjöldum ríkja til heilbrigðismála varið í geðheilbrigðismál,“ segir í fréttinni. Þema skýrslunnar, State of the World‘s Children 2021, er geðheilbrigðismál og er hún ítarlegasta greining Barnahjálparinnar á geðheilsu barna, ungmenna og umönnunaraðila þeirra á þessari öld. Sérstök áhersla er lögð á hvernig áhætta og verndandi þættir á heimilum barna, í skólanum og úti í samfélaginu hafa áhrif á geðheilbrigði þeirra. „UNICEF sendir með skýrslunni skýrt ákall til ríkisstjórna heimsins um að grípa til alvöru aðgerða og fjárfestinga í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna þvert á svið, stórbæta aðgengi að snemmtækri þjónustu og upplýsingagjöf og vinna markvisst gegn fordómum gagnvart geðsjúkdómum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent
Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er eitt af hverjum sjö börnum og ungmennum á aldrinum 10 til 19 ára í heiminum er með greinda geðröskun. Þar kemur fram að á hverju ári taki um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf. Áhrif COVID-19 hafi gert slæmt ástand verra og ætla megi að neikvæð áhrif heimsfaraldursins á geðheilsu og líðan barna og ungmenna gætu varað í mörg ár. UNICEF segir í frétt að á sama tíma sé verulegt ósamræmi á milli þarfa barna og ungmenna og þess fjármagns sem varið er í geðheilbrigðismál á heimsvísu. „Að meðaltali er einungis 2,1% af útgjöldum ríkja til heilbrigðismála varið í geðheilbrigðismál,“ segir í fréttinni. Þema skýrslunnar, State of the World‘s Children 2021, er geðheilbrigðismál og er hún ítarlegasta greining Barnahjálparinnar á geðheilsu barna, ungmenna og umönnunaraðila þeirra á þessari öld. Sérstök áhersla er lögð á hvernig áhætta og verndandi þættir á heimilum barna, í skólanum og úti í samfélaginu hafa áhrif á geðheilbrigði þeirra. „UNICEF sendir með skýrslunni skýrt ákall til ríkisstjórna heimsins um að grípa til alvöru aðgerða og fjárfestinga í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna þvert á svið, stórbæta aðgengi að snemmtækri þjónustu og upplýsingagjöf og vinna markvisst gegn fordómum gagnvart geðsjúkdómum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent