Segist ekki vilja velja á milli fjölskyldunnar eða fótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2021 07:00 Sara Björk í einum af sínum 136 landsleikjum. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin nokkra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún vill vera ein þeirra afrekskvenna sem snýr aftur eftir barnsburð og þar með sýna að konur þurfi ekki að velja milli íþróttaferilsins eða að eiga fjölskyldu. Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira