Ellefu mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir líkamsárás og fyrri brot Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 22:54 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri þann 24. september síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til ellefu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás á Akureyri. Um er að ræða eins mánaðar hegningarauka við fyrri tíu mánaða dóm sem maðurinn hlaut í mars síðastliðnum. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll þann 24. september síðastliðinn en var birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veitt manni eitt hnefahögg í andlitið fyrir utan Pósthúsbarinn á Akureyri. Afleiðing hnefahöggsins hafi verið sú að sá kýldi féll aftur fyrir sig rak hnakkann í stétt. Af því hafi hann hlotið bólgu á neðri vör og eymsli þar í kring, skurð vinstra megin á vörinni og skurð inni á vörinni og skurð í hársverði sem blæddi talsvert úr. Þá segir að maðurinn hafi hlotið dóm í mars síðastliðnum fyrir vörslur fíkniefna, vopnalagabrot, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttar og peningaþvætti. Refsing þá hafi verið fangelsi í tíu mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Þar sem líkamsárásin hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði refsing fyrir líkamsárásina því ákveðin sem hegningarauki við hann. Í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála verði fyrri dómur dæmdur upp og refsing fyrir öll brotin dæmd í einu lagi. Þá segir að brotaþoli hafi farið fram á skaðabætur að fjárhæð 527 þúsund krónum. Rétturinn fallist á að hann eigi rétt á miskabótum en að þær séu hæfilegar ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða brotaþola 27 þúsund krónur í skaðabætur vegna fjártjóns. Manninum var einnig gert að greiða allan málskostnað, alls 197 þúsund krónur. Dómsmál Akureyri Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll þann 24. september síðastliðinn en var birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veitt manni eitt hnefahögg í andlitið fyrir utan Pósthúsbarinn á Akureyri. Afleiðing hnefahöggsins hafi verið sú að sá kýldi féll aftur fyrir sig rak hnakkann í stétt. Af því hafi hann hlotið bólgu á neðri vör og eymsli þar í kring, skurð vinstra megin á vörinni og skurð inni á vörinni og skurð í hársverði sem blæddi talsvert úr. Þá segir að maðurinn hafi hlotið dóm í mars síðastliðnum fyrir vörslur fíkniefna, vopnalagabrot, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttar og peningaþvætti. Refsing þá hafi verið fangelsi í tíu mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Þar sem líkamsárásin hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði refsing fyrir líkamsárásina því ákveðin sem hegningarauki við hann. Í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála verði fyrri dómur dæmdur upp og refsing fyrir öll brotin dæmd í einu lagi. Þá segir að brotaþoli hafi farið fram á skaðabætur að fjárhæð 527 þúsund krónum. Rétturinn fallist á að hann eigi rétt á miskabótum en að þær séu hæfilegar ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða brotaþola 27 þúsund krónur í skaðabætur vegna fjártjóns. Manninum var einnig gert að greiða allan málskostnað, alls 197 þúsund krónur.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent