Þá hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem eru með verulega skert ónæmiskerfi geti fengið þriðja skammtinn að minnsta kosti 28 dögum eftir seinni skammt.
Mælt er með slíku þar sem rannsóknir sýna að aukaskammtur ýti undir mótefnasvar hjá þeim einstaklingum. Á það bæði við um bóluefni Pfizer og bóluefni Moderna.
Á það þó aðeins við um þá sem eru með skert ónæmiskerfi en hjá heilbrigðum einstaklingum þurfa að líða í hið minnsta sex mánuðir milli skammtanna.
Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) vísar til þess að gögn fyrir bóluefni Pfizer/BioNTech sýni að magn mótefna aukist hjá einstaklingum 18 til 55 ára þegar örvunarskammtur er gefinn um sex mánuðum eftir seinni skammt.
Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Evrópu er verið að rannsaka mögulega örvunarskammta með bóluefni Moderna hjá þeim sem eru ekki með skert ónæmiskerfi.
Fjölmörg lönd hafa þegar farið að huga að örvunarskömmtum þó að niðurstaða EMA hafi ekki legið fyrir fyrr en nú.
Bandaríkin, Bretland og Ísrael hafa þegar gefið leyfi fyrir örvunarskömmtum en Ísraelar eru þeir einu að svo stöddu sem setja engar skorður á hver geti fengið þriðja skammtinn.
EMA conclusion: 3rd doses of #COVID19vaccines Comirnaty & Spikevax may be given to people with severely weakened immune systems, at least 28 days after their 2nd dose.
— EU Medicines Agency (@EMA_News) October 4, 2021
https://t.co/v0jiuKbum2 pic.twitter.com/mUHRhru35r