Líklegt að hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 10:44 Gera má ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á. vísir/vilhelm Ekkert lát hefur verið á hækkunum íbúðaverðs en staðan er önnur á leigumarkaði þar sem hóflegri verðhækkanir hafa mælst. Þá hefur leiguverð í einhverjum tilfellum lækkað samkvæmt nýjum samningum. Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira