Neitar því að hafa verið að leika símtalið við Koeman þegar hann fagnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 14:00 Luis Suarez fagnar marki sínu fyrir Atletico Madrid á móti Barcelona með því að þykjast fara í símann. Getty/David S. Bustamante Luis Suarez var maðurinn á bak við sigur Atletico Madrid á Barcelona í spænsku deildinni um helgina og auðvitað þótti „ekki fagn“ hans senda skýr skilaboð til hans gamla félags. Suarez lagði upp fyrra markið fyrir Thomas Lemar á 23. mínútu og skoraði síðan það seinna sjálfur mínútu fyrir hálfleik. Suarez fagnaði ekki marki sínu beint en þóttist samt vera að tala í símann þegar hann hljóp til baka og horfði um leið upp í stúku á átt að Ronald Koeman, þjálfara Barcelona. Eitt af fyrstu verkum Koeman þegar hann tók við liði Barcelona var að losa sig við Suarez sem fór fyrir lítið til Atletico Madrid. Luis Suarez pretended to be on the phone after scoring against Barcelona last night, with what appeared to be a dig at Ronald Koeman The Atletico striker has now revealed exactly what it meant and fans aren't buying it one bit... https://t.co/nMCGd75pDQ— SPORTbible (@sportbible) October 3, 2021 Á sama tíma og allt hefur gengið á afturfótunum hjá Barcelona liðinu fann Suarez sér frábæran stað í Madrid en liðið varð spænskur meistari á hans fyrsta tímabili þar. Flestir héldu að Suarez væri að vísa í frægt símtal frá Koeman sem tilkynnti honum víst símleiðis að hann vildi ekki hafa hann áfram í Barcelona. Suarez hafnaði því hins vegar í viðtali eftir leikinn. Suarez sagðist þar að hann hafi verið í raun að senda fjölskyldumeðlimum sínum skilaboð en ekki Koeman. „Þetta var fyrir fólkið sem veit að ég er með sama númer svo þeir viti að þau geti áfram náð í mig,“ sagði Luis Suarez við Movistar. „Þetta var eitthvað sem ég hafði ákveðið með krökkunum mínum,“ bætti Suarez við. „Ég var búinn að ákveða það að ef ég skoraði þá ætlaði ég ekki að fagna,“ sagði Suarez en það eina sem hann gerði eftir markið var að þykjast fara í símann. Luis Suarez hefur skorað fjögur mörk í fyrstu átta deildarleikjum en þetta var fyrsti leikur hans með bæði mark og stoðsendingu. Hann skoraði alls 21 mark í 32 deildarleikjum á sínu fyrstu leiktíð eftir að Koeman henti honum í ruslið hjá Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Suarez lagði upp fyrra markið fyrir Thomas Lemar á 23. mínútu og skoraði síðan það seinna sjálfur mínútu fyrir hálfleik. Suarez fagnaði ekki marki sínu beint en þóttist samt vera að tala í símann þegar hann hljóp til baka og horfði um leið upp í stúku á átt að Ronald Koeman, þjálfara Barcelona. Eitt af fyrstu verkum Koeman þegar hann tók við liði Barcelona var að losa sig við Suarez sem fór fyrir lítið til Atletico Madrid. Luis Suarez pretended to be on the phone after scoring against Barcelona last night, with what appeared to be a dig at Ronald Koeman The Atletico striker has now revealed exactly what it meant and fans aren't buying it one bit... https://t.co/nMCGd75pDQ— SPORTbible (@sportbible) October 3, 2021 Á sama tíma og allt hefur gengið á afturfótunum hjá Barcelona liðinu fann Suarez sér frábæran stað í Madrid en liðið varð spænskur meistari á hans fyrsta tímabili þar. Flestir héldu að Suarez væri að vísa í frægt símtal frá Koeman sem tilkynnti honum víst símleiðis að hann vildi ekki hafa hann áfram í Barcelona. Suarez hafnaði því hins vegar í viðtali eftir leikinn. Suarez sagðist þar að hann hafi verið í raun að senda fjölskyldumeðlimum sínum skilaboð en ekki Koeman. „Þetta var fyrir fólkið sem veit að ég er með sama númer svo þeir viti að þau geti áfram náð í mig,“ sagði Luis Suarez við Movistar. „Þetta var eitthvað sem ég hafði ákveðið með krökkunum mínum,“ bætti Suarez við. „Ég var búinn að ákveða það að ef ég skoraði þá ætlaði ég ekki að fagna,“ sagði Suarez en það eina sem hann gerði eftir markið var að þykjast fara í símann. Luis Suarez hefur skorað fjögur mörk í fyrstu átta deildarleikjum en þetta var fyrsti leikur hans með bæði mark og stoðsendingu. Hann skoraði alls 21 mark í 32 deildarleikjum á sínu fyrstu leiktíð eftir að Koeman henti honum í ruslið hjá Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira