Leah Galton kom gestunum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi Man Utd 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn nokkuð jafn og ógnuðu heimakonur töluvert.
Á endanum var það hins vegar Ella Ann Toone sem tryggði sigurinn með öðru marki gestanna eftir sendingu Hönnuh Blundell en hún lagði upp bæði mörk liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-0 gestunum í vil.
Ella -
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 3, 2021
Watch the closing stages on @SkySportsWSL!#MUWomen | #FAWSL pic.twitter.com/PqoVwIN4lE
Sigurinn þýðir að Man Utd er með 9 stig að loknum 4 leikjum. Þremur stigum á eftir toppliðum Arsenal og Tottenham Hotspur.