Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 12:13 Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi. aðsend Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu. Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu.
Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44