„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2021 14:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. Visir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti. Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki. Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki.
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent