124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 10:17 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vllhelm Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi.
Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32