Við ræðum við nýjan formann KSÍ og heyrum í fyrrverandi varaformanni.
Þá sjáum við hvaða þingmenn hafa verið tilnefndir í undirbúningskjörbréfanefnd sem taka afstöðu til framkvæmdar talningar og meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.
Við sjáum einnig magnaðar myndir af tugum grindhvala sem syntu upp í fjöru og fylgjumst með bensínskorti í Bretlandi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö.