Aukaþing Knattspyrnusambands Íslands hófst klukkan ellefu í morgun. Vanda var ein í framboði til formanns en hún tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágústmánaðar. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ.
Þingfulltrúar KSÍ komu saman til að kjósa nýjan formann og nýja stjórn sem eiga að sitja fram að næsta ársþingi í febrúar.
Aukaþingið er meðal annars að kröfu stjórn íslensk toppfótbolta sem krafðist þess að framkvæmdastjóri KSÍ og stjórn sambandsins létu af störfum eftir að Guðni Bergsson sagði af sér í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Eins og áður segir var Vanda sú eina sem bauð sig fram til formanns. Þau sem buðu sig fram til stjórna voru Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ), Helga Helgadóttir (Hafnarfirði), Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum), Sigfús Kárason (Reykjavík), Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ).
Þau sem buðu sig fram í varastjórn voru Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík), Margrét Ákadóttir (Akranesi) og Þóroddur Hjaltalín (Akureyri).