Gareth Soutgate, þjálfari enska landsliðsins, tilkynnti í gær 23 manna hóp sem tekur þátt í leikjum liðsins gegn Andorra og Ungverjalandi í undankeppni HM 2022 í næstu viku.
Á meðal þessara 23 leikmanna var Reece James, en Thomas Tuchel segir það hljóta að vera byggt á misskilningi að hann hafi verið valinn.
„Þegar ég sá hópinn þá hélt ég að Reece væri kannski að fara með sundpólóliði Englands af því að hann æfir í lauginni þessa dagana,“ sagði Tuchel léttur.
„En ég var frekar hissa þegar ég áttaði mig á því að hann hafði verið valinn í fótboltaliðið. Það mun ekki ganga því hann æfir í lauginni þessa dagana. Eins og ég skil þetta, og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá er hann ekki að fara. Þetta getur ekki verið annað en misskilningur, ekkert annað,“ sagði Tuchel að lokum.
Reece James ruled out of England duty by Thomas Tuchel after 'misunderstanding'.
— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 1, 2021
James was named in Gareth Southgate's squad but Tuchel says James is still only training in the swimming pool after an ankle injury https://t.co/yaEvv1BADY