Innlent

Bein útsending: Hádegisféttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál sem varðar tvo knattspyrnumenn sem sæta nú lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa brotið gegn ungri konu í Kaupmannahöfn árið 2010.

 Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu.

Þá fjöllum við áfram um stjórnarmyndunarviðræður ríkisstjórnarflokkanna sem fram var haldið í morgun og segjum frá fundi landskjörstjórnar síðar í dag þar sem kjörbréfum verður úthlutað til þingmanna. Frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi ætlar að kæra kosningarnar síðar í dag.

Að auki segjum við frá ráðgjöf Hafró um mun stærri loðnukvóta en undanfarin ár og segjum frá kórónuveirusmitum á Akureyri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×