Evander Ferreira kom Midtjylland yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik áður en Elías Rafn varði vítaspyrnu frá Ricardo Horta tíu mínútum fyrir hálfleik.
Staðan var því 1-0 í hálfleik, en heimamenn í SC Bragasnéru taflinu við í þeim seinni. Liðið fékk aðra vítaspyrnu á 55. mínútu, sem Elías réð ekki við, áður en Ricardo Horta bætti fyrir vítaklúðrið og kom Braga í 2-1.
Juninho fékk síðan að líta beint rautt spjald í liði Midtjylland stuttu fyrir leikslok og Wenderson Galeno tryggði Braga 3-1 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma.
Í hinum leik F-riðils mættust Ludogorets Razgrad og Rauða Stjarnan, þar sem þeir síðarnefndu höfðu betur 1-0.
Í E-riðli skoruðu Toma Basic og Patric sitt markið hvor þegar að Lazio lagði Lokomotiv Moscow 2-0, á meðan að Marseille og Galatasaray gerðu markalaust jafntefli.
Bayer Leverkusen vann 4-0 stórsigur á skoska liðinu Celtic í G-riðli þar sem að Þjóðverjarnir eru á toppnum með sex stig ásamt Real Betis sem vann 3-1 sigur á Ferencvaros.
E-riðill
Lazio 2-0 Lokomotiv Moscow
Marseille 0-0 Galatasaray
F-riðill
Ludogorets Razgrad 0-1 Rauða Stjarnan
SC Braga 3-1 Midtjylland
G-riðill
Celtic 0-4 Bayer Leverkusen
Ferencvaros 1-3 Real Betis
H-riðill
Genk 0-3 Dinamo Zagreb
West Ham 2-0 Rapid Vín

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.