Fær ekki afslátt af leigu þrátt fyrir stanslausan hávaða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 14:52 Bora þurfti meðal annars í klöpp undir húsinu sem leigjandinn sagðist ekki hafa vitað af. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að leigusali þyrfti ekki að veita leigjanda afslátt af leigu vegna framkvæmda við leiguhúsnæði. Framkvæmdirnar höfðu staðið yfir í marga mánuði með tilheyrandi ónæði. Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum. Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum.
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00