Útlit fyrir stutt þinghald en nógu margir þurfa að mæta Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2021 09:01 Vanda Sigurgeirsdóttir flytur væntanlega sína fyrstu ræðu sem formaður KSÍ á Hilton í hádeginu á morgun. KVAN.IS OG VÍSIR/HANNA „Ég hugsa að þetta taki í mesta lagi klukkutíma,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um sérstakt aukaþing sambandsins sem haldið verður á morgun. Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ.
Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05