Útlit fyrir stutt þinghald en nógu margir þurfa að mæta Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2021 09:01 Vanda Sigurgeirsdóttir flytur væntanlega sína fyrstu ræðu sem formaður KSÍ á Hilton í hádeginu á morgun. KVAN.IS OG VÍSIR/HANNA „Ég hugsa að þetta taki í mesta lagi klukkutíma,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um sérstakt aukaþing sambandsins sem haldið verður á morgun. Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ.
Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05