Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 07:30 Memphis Depay og félagar í Barcelona fá eintómar slæmar fréttir þessa dagana. EPA-EFE/Quique Garcia Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira