Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær.
Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka.
Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi.
Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan.
Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.