Faðmlag helgarinnar kom eftir sigur Bandaríkjamanna í Ryderbikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 16:00 Liðsmenn bandaríska Ryderliðsins fagna sigri með viðeigandi hætti. AP/Ashley Landis Bandaríkjamenn unnu Ryderbikarinn í golfi í fyrsta sinn síðan 2016 eftir öruggan 19-9 sigur á Evrópuúrvalinu um helgina. Evrópumenn voru búnir að vinna í fjögur af síðustu fimm skiptum og oftar en ekki þrátt fyrir að flestir bestu kylfingar heims kæmu frá Bandaríkjunum. Liðsheildin hefur alltaf verið frábær hjá Evrópu en sömu sögu hefur ekki verið að segja af samheldni Bandaríkjamanna. Steve Stricker, fyrirliði bandaríska liðsins, tókst hins vegar að búa til góða liðsstemningu hjá Bandaríkjunum og liðið vann mjög öruggan sigur. Sealed with a hug: Peace breaks out for feuding pair Bryson DeChambeau and Brooks Koepka | @oliverbrown_tel Plus: How America's biggest gun DeChambeau was finally embraced as a stars-and-stripes icon | @simonrbriggs https://t.co/yjwZsU3Avz— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 26, 2021 Stricker náði líka að fá tvo kylfinga til að vinna saman sem höfðu staðið í deilum á samfélagsmiðlum í mjög langan tíma. Þar erum við að tala um þá Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Það þótti því mjög táknrænt fyrir helgina að þeir DeChambeau og Koepka föðmuðust upp á verðlaunapallinum. Báðir unnu sinn leik í einstaklingsviðureignunum, Koepka á móti Austurríkismanninum Bernd Wiesberger og DeChambeau á móti Spánverjanum Sergio Garcia. Allt bandaríska liðið söng „Why Can't We Be Friends“ eða „Af hverju getum við ekki verið vinir“ á sama tíma og Justin Thomas plataði þá DeChambeau og Koepka til að stilla sér upp saman með bikarinn. „Ég held að áður en þetta er allt afstaðið að við ættum að fá þá Brooks og Bryson til að faðmast í miðju herberginu. Til að sanna það hversu gott lið við erum þá ætla þeir að faðmast,“ sagði Justin Thomas. Stricker sagði að kylfingarnir hefðu líka beðið um það að fá að spila saman. „Ég er orðlaus. Það komu allir saman sem einn og allir höfðu bara eitt markmið í þessari viku. Brooks og Bryson vildu spila saman. Það sýnir vel þá liðsheild sem var hjá okkur. Þetta er nýtt tímabil fyrri bandarískt golf,“ sagði Steve Stricker. To the victors goes the trophy.#RyderCup pic.twitter.com/qWcovNNlpu— Ryder Cup (@rydercup) September 26, 2021 Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Evrópumenn voru búnir að vinna í fjögur af síðustu fimm skiptum og oftar en ekki þrátt fyrir að flestir bestu kylfingar heims kæmu frá Bandaríkjunum. Liðsheildin hefur alltaf verið frábær hjá Evrópu en sömu sögu hefur ekki verið að segja af samheldni Bandaríkjamanna. Steve Stricker, fyrirliði bandaríska liðsins, tókst hins vegar að búa til góða liðsstemningu hjá Bandaríkjunum og liðið vann mjög öruggan sigur. Sealed with a hug: Peace breaks out for feuding pair Bryson DeChambeau and Brooks Koepka | @oliverbrown_tel Plus: How America's biggest gun DeChambeau was finally embraced as a stars-and-stripes icon | @simonrbriggs https://t.co/yjwZsU3Avz— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 26, 2021 Stricker náði líka að fá tvo kylfinga til að vinna saman sem höfðu staðið í deilum á samfélagsmiðlum í mjög langan tíma. Þar erum við að tala um þá Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Það þótti því mjög táknrænt fyrir helgina að þeir DeChambeau og Koepka föðmuðust upp á verðlaunapallinum. Báðir unnu sinn leik í einstaklingsviðureignunum, Koepka á móti Austurríkismanninum Bernd Wiesberger og DeChambeau á móti Spánverjanum Sergio Garcia. Allt bandaríska liðið söng „Why Can't We Be Friends“ eða „Af hverju getum við ekki verið vinir“ á sama tíma og Justin Thomas plataði þá DeChambeau og Koepka til að stilla sér upp saman með bikarinn. „Ég held að áður en þetta er allt afstaðið að við ættum að fá þá Brooks og Bryson til að faðmast í miðju herberginu. Til að sanna það hversu gott lið við erum þá ætla þeir að faðmast,“ sagði Justin Thomas. Stricker sagði að kylfingarnir hefðu líka beðið um það að fá að spila saman. „Ég er orðlaus. Það komu allir saman sem einn og allir höfðu bara eitt markmið í þessari viku. Brooks og Bryson vildu spila saman. Það sýnir vel þá liðsheild sem var hjá okkur. Þetta er nýtt tímabil fyrri bandarískt golf,“ sagði Steve Stricker. To the victors goes the trophy.#RyderCup pic.twitter.com/qWcovNNlpu— Ryder Cup (@rydercup) September 26, 2021
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira