Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 07:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á kjörstað í gær. Vísir/Magnús Hlynur Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Lokatölur í Suðurkjördæmi skiluðu sér upp úr klukkan sjö í morgun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þremur mönnum og er áfram stærsti flokkurinn. Litlu munaði á D og B Litlu munaði þó á flokkunum - Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 24,6 prósent atkvæða og Framsókn 23,9 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, verður því fyrsti þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson eru öll á leið á þing. Átta atkvæðum munaði að Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, kæmist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður í stað Birgis Þórarinssonar, Miðflokki. Framsóknarmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir munu öll eiga sæti á þingi. Flokkur fólksins þriðji stærsti Flokkur fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, náði 12,9 prósent atkvæða og einn mann kjörinn, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, kennara og formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Oddný Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nær inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en Oddný hefur setið á þingi frá 2009. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, nær sæti á þingi sem uppbótarþingmaður. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið. Að neðan má sjá lokatölur úr kjördæminu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Lokatölur í Suðurkjördæmi skiluðu sér upp úr klukkan sjö í morgun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þremur mönnum og er áfram stærsti flokkurinn. Litlu munaði á D og B Litlu munaði þó á flokkunum - Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 24,6 prósent atkvæða og Framsókn 23,9 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, verður því fyrsti þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson eru öll á leið á þing. Átta atkvæðum munaði að Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, kæmist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður í stað Birgis Þórarinssonar, Miðflokki. Framsóknarmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir munu öll eiga sæti á þingi. Flokkur fólksins þriðji stærsti Flokkur fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, náði 12,9 prósent atkvæða og einn mann kjörinn, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, kennara og formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Oddný Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nær inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en Oddný hefur setið á þingi frá 2009. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, nær sæti á þingi sem uppbótarþingmaður. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið. Að neðan má sjá lokatölur úr kjördæminu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55
Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02